Samkeppnin ógnar sumum! Sverrir Einar Eiríksson skrifar 21. maí 2022 09:31 Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar