Einar boðar flokksmenn til fundar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2022 12:04 Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. „Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“ Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira