Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað Snorri Másson skrifar 24. maí 2022 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu. Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira