Spyr hvort LOGOS hafi verið að meta eigin verk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 14:01 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, þar sem hann krefur þann síðarnefnda svara um greiðslur til LOGOS. Vísir/Vilhelm - samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um greiðslur ráðuneytisins og Bankasýslunnar til LOGOS lögmannsþjónustu. Lögmannsstofunni var falið að meta hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði en LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira