Sagður áreita fótboltakonur kynferðislega en ekki refsað af FIFA Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 17:01 Siðanefnd FIFA rannsakaði mál Diego Guacci en mun ekki refsa honum. Getty/David Ramos Fifpro, alþjóða leikmannasamtökin, hafa gagnrýnt þá niðurstöðu siðanefndar FIFA að sleppa þjálfaranum Diego Guacci við refsingu. Guacci, sem starfað hefur með unglingsstelpum, var meðal annars sakaður um að senda leikmanni óumbeðið klámefni og biðja um myndir í staðinn. Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“ Fótbolti FIFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“
Fótbolti FIFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira