Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 23:15 Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á glænýju grasi annað kvöld. Nick Potts/PA Images via Getty Images Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira