Skoskur úrvalsdeildardómari kemur út úr skápnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 17:00 Craig Napier, dómari og læknir. BBC Knattspyrnudómarinn Craig Napier hefur opinberað að hann sé samkynhneigður. Napier hrósaði hinum unga Jake Daniels, leikmanni Blackpool, fyrir að taka skrefið og koma út úr skápnum. Napier er 32 ára gamall og starfar sem læknir ásamt því að vera knattspyrnudómari í hæsta gæðaflokki. Í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu skoska knattspyrnusambandsins kemur Napier fram og opinberar að hann sé samkynhneigður. Í kjölfarið ákvað Lloyd Wilson, neðri deildardómari í Skotlandi, einnig að koma út úr skápnum. We need to see the climate change so that people feel they can be their true self and live happily and comfortably in their own skin. An important conversation with Category One referee Craig Napier. pic.twitter.com/bYygya2k23— Scottish FA (@ScottishFA) June 2, 2022 „Við þurfum að breyta landslaginu svo fólk geti verið það sjálft og verið hamingjusamt,“ segir Napier meðal annars og á þar við um landslag fótboltans á Bretlandseyjum sem og víðar. „Ég man eftir að lesa viðtalið þegar Tom Daley kom út úr skápnum og fannst mjög hvetjandi. Þó ekki nægilega mikið til að koma sjálfur út úr skápnum þar sem ég taldi fótbolta vera ólíkan dýfingum. Það er enn þessi veggur í fótboltanum,“ sagði Napier. Daley keppir í dýfingum fyrir Bretland og hefur unnið til ótal verðlauna. Það er langt síðan Daley sagði alþjóð að hann væri samkynhneigður en það var ekki fyrr en táningurinn Daniels steig fram á sjónvarsviðið sem dómaranum fannst kominn tími til að stíga sama skref. Napier hefur aldrei falið kynhneigð sína á öðrum sviðum lífsins en hann starfar sem læknir ásamt því að dæma fótboltaleiki. „Fótbolti er öðruvísi og þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að taka umræðuna, við þurfum að breyta þessari menningu sem er til staðar. Þangað til við tökum umræðuna og fáum fyrirmyndir út á völl þá getum við ekki afmáð fordómana né hjálpað fólki að komast yfir þennan ótta sem fylgir því að koma út úr skápnum,“ sagði Napier að endingu. Fótbolti Skoski boltinn Tímamót Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Napier er 32 ára gamall og starfar sem læknir ásamt því að vera knattspyrnudómari í hæsta gæðaflokki. Í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu skoska knattspyrnusambandsins kemur Napier fram og opinberar að hann sé samkynhneigður. Í kjölfarið ákvað Lloyd Wilson, neðri deildardómari í Skotlandi, einnig að koma út úr skápnum. We need to see the climate change so that people feel they can be their true self and live happily and comfortably in their own skin. An important conversation with Category One referee Craig Napier. pic.twitter.com/bYygya2k23— Scottish FA (@ScottishFA) June 2, 2022 „Við þurfum að breyta landslaginu svo fólk geti verið það sjálft og verið hamingjusamt,“ segir Napier meðal annars og á þar við um landslag fótboltans á Bretlandseyjum sem og víðar. „Ég man eftir að lesa viðtalið þegar Tom Daley kom út úr skápnum og fannst mjög hvetjandi. Þó ekki nægilega mikið til að koma sjálfur út úr skápnum þar sem ég taldi fótbolta vera ólíkan dýfingum. Það er enn þessi veggur í fótboltanum,“ sagði Napier. Daley keppir í dýfingum fyrir Bretland og hefur unnið til ótal verðlauna. Það er langt síðan Daley sagði alþjóð að hann væri samkynhneigður en það var ekki fyrr en táningurinn Daniels steig fram á sjónvarsviðið sem dómaranum fannst kominn tími til að stíga sama skref. Napier hefur aldrei falið kynhneigð sína á öðrum sviðum lífsins en hann starfar sem læknir ásamt því að dæma fótboltaleiki. „Fótbolti er öðruvísi og þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að taka umræðuna, við þurfum að breyta þessari menningu sem er til staðar. Þangað til við tökum umræðuna og fáum fyrirmyndir út á völl þá getum við ekki afmáð fordómana né hjálpað fólki að komast yfir þennan ótta sem fylgir því að koma út úr skápnum,“ sagði Napier að endingu.
Fótbolti Skoski boltinn Tímamót Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira