Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 22:31 Breka Karlssyni líst ekkert á að enn eitt auglýsingaskiltið verði sett upp við Klambratún. Stöð 2/Sigurjón Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum. Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum.
Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira