Samuel Eto‘o verður sóttur til saka Atli Arason skrifar 4. júní 2022 07:02 Eto'o fagnar marki sínu með Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Getty Images Fyrrum knattspyrnumaðurinn Samuel Eto‘o er í vandræðum á Spáni. Eto'o mun í annað sinn verða sóttur til saka eftir að hafa neitað að greiða meðlagsgreiðslur. Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann. Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann.
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira