Þrennuhetja Þróttar best og Hildur skoraði flottasta markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 13:01 Breiðablik fagnar sigurmarki Hildar Antonsdóttur. Var það valið mark umferðarinnar. Vísir/Diego Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp í síðasta þætti af Bestu mörkunum. Lið umferðarinnar var valið sem og besti leikmaðurinn ásamt besta markinu. Besti leikmaður 8. umferðar var svo gott sem sjálfvalinn en eftir að lenda undir í Vesturbæ Reykjavíkur vann Þróttur R. 3-1 útisigur og fór heim með stigin þrjú. Mörkin þrjú skoraði hin 17 ára gamla Katla Tryggvadóttir . Katla gekk í raðir Þróttar frá Val fyrir tímabilið og hefur spilað hreint út sagt frábærlega. Hún hafði fyrir leikinn skorað eitt mark og er því nú með fjögur alls eða 25 prósent af mörkum Þróttar í fyrstu átta umferðum Bestu deildarinnar. Lið umferðarinnar var þannig skipað að Telma Ívarsdóttir stendur í markinu. Í þriggja manna vörn er Natasha Moraa Anasi ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Örnu Dís Arnþórsdóttur. Á fjögurra manna miðju eru Olga Secova, Sandra Voitane, Betsy Hassett og að sjálfsögðu Katla. Þar fyrir framan er Ída Marín Hermannsdóttir á meðan Gyða Kristín Gunnarsdóttir og Hildur Antonsdóttir leiða línuna. Þá er þjálfari umferðarinnar Ásmundar Arnarsson. Lið hans, Breiðablik, vann Selfoss með einu marki gegn engu í umferðinni. Lið 8. umferðar í Bestu deild kvenna ásamt besta þjálfaranum.Stöð 2 Sport Mark umferðarinnar var svo mark Hildar í eins marks sigri Blika en Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var ekki alveg sammála þeim Helenu Ólafsdóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Mist Rúnarsdóttur er kom að fegurð marksins. „Þetta var örugglega ekki fallegasta mark sem Hildur hefur skorað á ferlinum en mark engu að síður. Mér fannst við gera vel gegn best spilandi liði deildarinnar að mínu mati. Vinnuframlagið var gott en þurfum að vera beittari fram á við,“ sagði Björn í samtali við Vísi eftir leik. Hér að neðan má sjá umræðu Bestu markanna, mörkin hennar Kötlu og markið hennar Hildar. Klippa: Uppjgör 8. umferðar Bestu deildar kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Besti leikmaður 8. umferðar var svo gott sem sjálfvalinn en eftir að lenda undir í Vesturbæ Reykjavíkur vann Þróttur R. 3-1 útisigur og fór heim með stigin þrjú. Mörkin þrjú skoraði hin 17 ára gamla Katla Tryggvadóttir . Katla gekk í raðir Þróttar frá Val fyrir tímabilið og hefur spilað hreint út sagt frábærlega. Hún hafði fyrir leikinn skorað eitt mark og er því nú með fjögur alls eða 25 prósent af mörkum Þróttar í fyrstu átta umferðum Bestu deildarinnar. Lið umferðarinnar var þannig skipað að Telma Ívarsdóttir stendur í markinu. Í þriggja manna vörn er Natasha Moraa Anasi ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Örnu Dís Arnþórsdóttur. Á fjögurra manna miðju eru Olga Secova, Sandra Voitane, Betsy Hassett og að sjálfsögðu Katla. Þar fyrir framan er Ída Marín Hermannsdóttir á meðan Gyða Kristín Gunnarsdóttir og Hildur Antonsdóttir leiða línuna. Þá er þjálfari umferðarinnar Ásmundar Arnarsson. Lið hans, Breiðablik, vann Selfoss með einu marki gegn engu í umferðinni. Lið 8. umferðar í Bestu deild kvenna ásamt besta þjálfaranum.Stöð 2 Sport Mark umferðarinnar var svo mark Hildar í eins marks sigri Blika en Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var ekki alveg sammála þeim Helenu Ólafsdóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Mist Rúnarsdóttur er kom að fegurð marksins. „Þetta var örugglega ekki fallegasta mark sem Hildur hefur skorað á ferlinum en mark engu að síður. Mér fannst við gera vel gegn best spilandi liði deildarinnar að mínu mati. Vinnuframlagið var gott en þurfum að vera beittari fram á við,“ sagði Björn í samtali við Vísi eftir leik. Hér að neðan má sjá umræðu Bestu markanna, mörkin hennar Kötlu og markið hennar Hildar. Klippa: Uppjgör 8. umferðar Bestu deildar kvenna
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira