Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2022 07:00 Það sem við eigum alls ekki að gera ef okkur finnst einhver vinnufélagi alltaf vera fúll, pirraður, leiðinleg(ur) í tilsvörum og svo framvegis er að detta í baktal á vinnustaðnum eða fara að svara í sömu mynd. Vísir/Getty Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. Ekki síst nú, þegar öll umræða hefur aukist um hversu mikilvægt það er að okkur líði vel í vinnunni, séum að hvílast, séum meðvituð og svo framvegis. En síðan er það fúli vinnufélaginn. Já, það getur verið hægara sagt en gert að trekkja okkur upp í jákvæða orku og brosmildi þegar einhver sem við vinnum með alla daga er oft í fúlu skapi. Pirringur, fýla, þögn, hundleiðinleg tilsvör... Númer eitt, tvö og þrjú er að muna að þessar skapsveiflur hjá viðkomandi hafa ekkert með okkur að gera, en allt með það hvernig viðkomandi er að líða eða á hvaða stað hann/hún er í sínu lífi. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. Haltu ró þinni (og í jákvæðnina) Þetta hljómar auðvelt en getur tekið á. Því þegar að við stuðumst eða pirrumst yfir hegðun og fýlu viðkomandi aðila, getur góða skapið okkar og jákvæðnin hreinlega horfið eins og dögg fyrir sólu og áður en við vitum af, er okkur farið að hitna í kinnum af pirring. Sem er akkúrat það sem við viljum ekki. Þannig að áskorun númer eitt er að halda ró okkar, svara aldrei í sömu mynd og umfram allt: Ekki falla í þá gryfju að taka þátt í baktali! Oft er það meira að segja svo að góða skapið okkar og brosið getur komist langt með að sporna við fúlindum viðkomandi og því þeim mun mikilvægara að halda okkar ró og halda í okkar jákvæðu orku. Að spyrja og sýna samkennd Stundum höfum við reyndar þekkt viðkomandi svo lengi í vinnu að við nemum það að fýlan, neikvæðnin, pirringurinn og svo framvegis er í raun ekki að endurspegla þann einstakling sem við höfum þekkt í gegnum árin. Þótt fýlan hafi verið áberandi síðustu vikur eða mánuði. Þegar svo er, má alveg velta því fyrir sér hvort við ættum að sýna samkennd og stuðning með því að spyrja umræddan aðila um hans/hennar líðan, hvernig gangi, hvort eitthvað sé að og hvort það sé eitthvað sem við getum gert til að hjálpa. Því öll getum við farið í gegnum erfið tímabil og það gæti átt við um þennan vinnufélaga þinn. Að útskýra þína líðan Ef þú opnar samtal við viðkomandi, til dæmis til að spyrja hvort það sé eitthvað að, er líka í lagi að útskýra hvernig neikvæða hegðunin, skapsveiflurnar eða fýlan er að hafa áhrif á þig. Því stundum er það þannig að viðkomandi er ekkert að átta sig á þeim áhrifum sem neikvæðu skapsveiflurnar eru að hafa á fólkið í kring. Ef allt annað þrýtur… Ef þú metur það hins vegar svo að fýlan og pirringurinn er að hafa neikvæð áhrif á þig og alla aðra í teyminu dögum saman, jafnvel lengur, gæti verið réttast að leita til mannauðssviðs eða yfirmanns. Því það á enginn að hafa viðvarandi neikvæð áhrif á vinnufélaga hreinlega með því að vera fúlir og leiðinlegir. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Ekki síst nú, þegar öll umræða hefur aukist um hversu mikilvægt það er að okkur líði vel í vinnunni, séum að hvílast, séum meðvituð og svo framvegis. En síðan er það fúli vinnufélaginn. Já, það getur verið hægara sagt en gert að trekkja okkur upp í jákvæða orku og brosmildi þegar einhver sem við vinnum með alla daga er oft í fúlu skapi. Pirringur, fýla, þögn, hundleiðinleg tilsvör... Númer eitt, tvö og þrjú er að muna að þessar skapsveiflur hjá viðkomandi hafa ekkert með okkur að gera, en allt með það hvernig viðkomandi er að líða eða á hvaða stað hann/hún er í sínu lífi. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. Haltu ró þinni (og í jákvæðnina) Þetta hljómar auðvelt en getur tekið á. Því þegar að við stuðumst eða pirrumst yfir hegðun og fýlu viðkomandi aðila, getur góða skapið okkar og jákvæðnin hreinlega horfið eins og dögg fyrir sólu og áður en við vitum af, er okkur farið að hitna í kinnum af pirring. Sem er akkúrat það sem við viljum ekki. Þannig að áskorun númer eitt er að halda ró okkar, svara aldrei í sömu mynd og umfram allt: Ekki falla í þá gryfju að taka þátt í baktali! Oft er það meira að segja svo að góða skapið okkar og brosið getur komist langt með að sporna við fúlindum viðkomandi og því þeim mun mikilvægara að halda okkar ró og halda í okkar jákvæðu orku. Að spyrja og sýna samkennd Stundum höfum við reyndar þekkt viðkomandi svo lengi í vinnu að við nemum það að fýlan, neikvæðnin, pirringurinn og svo framvegis er í raun ekki að endurspegla þann einstakling sem við höfum þekkt í gegnum árin. Þótt fýlan hafi verið áberandi síðustu vikur eða mánuði. Þegar svo er, má alveg velta því fyrir sér hvort við ættum að sýna samkennd og stuðning með því að spyrja umræddan aðila um hans/hennar líðan, hvernig gangi, hvort eitthvað sé að og hvort það sé eitthvað sem við getum gert til að hjálpa. Því öll getum við farið í gegnum erfið tímabil og það gæti átt við um þennan vinnufélaga þinn. Að útskýra þína líðan Ef þú opnar samtal við viðkomandi, til dæmis til að spyrja hvort það sé eitthvað að, er líka í lagi að útskýra hvernig neikvæða hegðunin, skapsveiflurnar eða fýlan er að hafa áhrif á þig. Því stundum er það þannig að viðkomandi er ekkert að átta sig á þeim áhrifum sem neikvæðu skapsveiflurnar eru að hafa á fólkið í kring. Ef allt annað þrýtur… Ef þú metur það hins vegar svo að fýlan og pirringurinn er að hafa neikvæð áhrif á þig og alla aðra í teyminu dögum saman, jafnvel lengur, gæti verið réttast að leita til mannauðssviðs eða yfirmanns. Því það á enginn að hafa viðvarandi neikvæð áhrif á vinnufélaga hreinlega með því að vera fúlir og leiðinlegir.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01
Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. 4. febrúar 2022 07:00
Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01