Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Atli Arason skrifar 13. júní 2022 21:30 Andrew Redmayne kom inn á völlinn fyrir Mathew Ryan á 121. mínútu leiksins og tryggði Ástralíu sæti á HM í Katar. Getty Images Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis. HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis.
HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira