Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 14:30 Xavi ræðir við Pique í leik Barcelona og Villareal í vetur. Eric Alonso/Getty Images Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram. Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin. Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin.
Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira