Opnar sig um árásina: „Hélt að ég myndi bara liggja þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 12:01 Kheira Hamraoui varð fyrir fólskulegri árás grímuklæddra manna í nóvember. Getty Franska knattspyrnukonan Kheira Hamraoui átti sér einskis ills von þegar tveir grímuklæddir menn réðust að henni og börðu hana með járnröri, svo illa að hún hélt að hún gæti aldrei aftur staðið upp. Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira