Segir að Alfons og Jón Dagur gætu verið á leið til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 08:30 Jón Dagur í leik með Íslandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted séu undir smásjánni hjá þýska félaginu Hamburger SV. Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira