Er kjarnorkuafvopnun á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Guttormur Þorsteinsson skrifar 22. júní 2022 08:30 Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Kjarnorka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun