Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2022 13:41 Eggin í Gleðivík eru helsta aðdráttarafl Djúpavogs en til að komast að eggjunum þarf að fara framhjá iðnaðarsvæðinu niðri við höfnina. Vísir/Vilhelm Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. Rúv greinir frá þessu í frétt sinni. Upp úr hádegi í gær barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Þegar Vísir hafði samband við lögregluna á Austurlandi í morgun vildu þau ekki tjá sig um málið. Öryggiskaðall ekki til staðar Listaverkið Eggin í Gleðivík eftir Sigurð Guðmundsson sem er staðsett á höfninni í Gleðivík er eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Ferðamannastraumur gangandi vegfarenda út í Gleðivík að verkinu er nokkuð mikill og til að komast að eggjunum þarf að fara framhjá iðnaðarsvæði niðri við höfnina. Hafnarvörður greindi frá því við blaðamann að í fyrra hefði verið strengdur öryggiskaðall meðfram ströndinni til að aðskilja gangandi og akandi umferð. Þess utan vildi hann ekki tjá sig neitt um málið og vísaði til lögreglunnar. Í frétt Rúv um málið er haft eftir heimamönnum að öryggiskaðallinn hafi ekki verið til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. Ástæðan fyrir því ku vera að hann hafði verið tekinn niður vegna lagnavinnu sem tengdist framkvæmdum við nýju frauðkassaverksmiðjuna. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Rúv greinir frá þessu í frétt sinni. Upp úr hádegi í gær barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Þegar Vísir hafði samband við lögregluna á Austurlandi í morgun vildu þau ekki tjá sig um málið. Öryggiskaðall ekki til staðar Listaverkið Eggin í Gleðivík eftir Sigurð Guðmundsson sem er staðsett á höfninni í Gleðivík er eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Ferðamannastraumur gangandi vegfarenda út í Gleðivík að verkinu er nokkuð mikill og til að komast að eggjunum þarf að fara framhjá iðnaðarsvæði niðri við höfnina. Hafnarvörður greindi frá því við blaðamann að í fyrra hefði verið strengdur öryggiskaðall meðfram ströndinni til að aðskilja gangandi og akandi umferð. Þess utan vildi hann ekki tjá sig neitt um málið og vísaði til lögreglunnar. Í frétt Rúv um málið er haft eftir heimamönnum að öryggiskaðallinn hafi ekki verið til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. Ástæðan fyrir því ku vera að hann hafði verið tekinn niður vegna lagnavinnu sem tengdist framkvæmdum við nýju frauðkassaverksmiðjuna.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira