Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2022 12:20 Frá veginum inn í Landmannalaugar. Vegagerðin segir að unnið sé að heflun á svæðinu. Vegurinn sé frekar holóttur, þá sérstaklega sunnan við Ljótapoll. Mynd/Stöð 2. Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Nýtt hálendiskort, sem Vegagerðin birti í morgun, sýnir þau svæði hálendisins skástrikuð þar sem akstur er enn bannaður. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun.Vegagerðin Þótt búið sé að aflétta akstursbanni þýðir það þó ekki að vegurinn sé orðinn fær og þurfa vegfarendur því jafnframt að kynna sér færðarkort Vegagerðarinnar, hyggi þeir á hálendisferðir. Kjalvegur var fyrsta stóra hálendisleiðin sem opnaðist þetta sumarið en Kjölur varð fær þann 10. júní. Kaldadalsvegur var seinna á ferðinni en hann opnaðist 13. júní. Töluverður snjór er hins vegar enn á Sprengisandsleið og ekki reiknað með að hún opnist fyrr en eftir mánaðamót, að sögn Magnúsar Inga. Frá Sprengisandsleið.Vísir/Vilhelm Báðar Fjallabaksleiðir eru enn ófærar. Þó er búið að opna hluta Fjallabaksleiðar nyrðri úr Skaftártungu og upp í Eldgjá. Minnst þriggja vikna bið verður hins vegar í það að leiðin opnist milli Landmannalauga og Eldgjár þar sem brúin yfir Jökulgilskvísl er löskuð. Þá er mikill snjór á Mælisfellssandi og ekki búist við að Fjallabaksleið syðri opnist fyrr en eftir mánaðamót. Þó er búist við að Emstruleið úr Fljótshlíð, vegur F261, verði fær um helgina. Í Skaftárhreppi er búið að opna Lakaleið að Fagrafossi og vonast til að leiðin að Lakagígum opnist eftir helgi. Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Nýtt hálendiskort, sem Vegagerðin birti í morgun, sýnir þau svæði hálendisins skástrikuð þar sem akstur er enn bannaður. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun.Vegagerðin Þótt búið sé að aflétta akstursbanni þýðir það þó ekki að vegurinn sé orðinn fær og þurfa vegfarendur því jafnframt að kynna sér færðarkort Vegagerðarinnar, hyggi þeir á hálendisferðir. Kjalvegur var fyrsta stóra hálendisleiðin sem opnaðist þetta sumarið en Kjölur varð fær þann 10. júní. Kaldadalsvegur var seinna á ferðinni en hann opnaðist 13. júní. Töluverður snjór er hins vegar enn á Sprengisandsleið og ekki reiknað með að hún opnist fyrr en eftir mánaðamót, að sögn Magnúsar Inga. Frá Sprengisandsleið.Vísir/Vilhelm Báðar Fjallabaksleiðir eru enn ófærar. Þó er búið að opna hluta Fjallabaksleiðar nyrðri úr Skaftártungu og upp í Eldgjá. Minnst þriggja vikna bið verður hins vegar í það að leiðin opnist milli Landmannalauga og Eldgjár þar sem brúin yfir Jökulgilskvísl er löskuð. Þá er mikill snjór á Mælisfellssandi og ekki búist við að Fjallabaksleið syðri opnist fyrr en eftir mánaðamót. Þó er búist við að Emstruleið úr Fljótshlíð, vegur F261, verði fær um helgina. Í Skaftárhreppi er búið að opna Lakaleið að Fagrafossi og vonast til að leiðin að Lakagígum opnist eftir helgi.
Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira