Arnar reyndi að fá Kára til að taka skóna af hillunni: „Ekki í myndinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra af innlifun Vísir/Hulda Margrét Vegna manneklu Íslands- og bikarmeistara Víkings í öftustu línu bað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, miðvörðinn fyrrverandi Kára Árnason að taka skóna af hillunni. Kári starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira