Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 07:24 Þjónustustöðin á Ólafsfirði er ein þeirra stöðva sem breytist í sjálfsafgreiðslustöð ÓB. Sveitarstjórn Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Olís Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís. Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís.
Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira