Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2022 11:42 Maður á útleið. Boris Johnson neyddist til að segja af sér leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum og embætti forsætisráðherra í gær eftir að um 60 ráðherrar og aðrir embættismenn flokksins höfðu sagt af sér. AP/Alberto Pezzal Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. Ben Wallace varnarmálaráðherra nýtur í fyrsta kasti mest fylgis til að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.AP/Kirsty Wigglesworth Eftir að Boris Johnson sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands í gær fer ákveðið ferli af stað innan flokksins til að velja nýjan leiðtoga. Í fyrstu umferð þurfa frambjóðendur að njóta stuðnings að minnsta kosti 5 prósenta þingmanna Íhaldsflokksins, eða átta, til að komast í næstu umferð. Í annarri umferð þurfa frambjóðendur að njóta stuðnings að minnsta kosti 10 prósenta þingmanna, eða 36 þingmanna. Eftir það er sá frambjóðandi sem fær fæst atkvæði útilokaður þar til aðeins tveir frambjóðendur standa eftir. Þegar sú niðurstaða er komin fer fram póstkosning þar sem á bilinu eitt hundrað til tvö hundruð þúsund meðlimir í Íhaldsflokknum greiða atkvæði. Liz Truss utanríkisráðherra er ein af haukunum í bresku ríkisstjórninni og mun örugglega blanda sér í topbaráttuna um leiðtogaembættið.AP/Manu Fernandez Þegar Theresa May sagði af sér í júlí 2019 tók val á nýjum leiðtoga sex vikur þar til Boris Johnson hafði sigur. Ef ákveðið verður að fara strax eftir helgi í leiðtogakjörið, gæti nýr leiðtogi verið kominn í kring um 23. ágúst. Johnson gaf hins vegar til kynna í gær að kjörið gæti dregist fram á haustið. Hann mun sitja sem starfandi forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið kjörinn en hefur lýst yfir að hann og ríkisstjórn hans muni ekki beita sér fyrir neinum stefnumarkandi málum. Penny Mordaunt þykir líkleg til að ná árangri í leiðtogakjörinu.AP/Matt Dunham Í könnun sem gerð var í gær og fyrradag meðal 716 meðlima Íhaldsflokksins naut Ben Wallace varnarmálaráðherra mest fylgis eða 13 prósenta. Penny Mordaunt ráðherra innanríkismála gagnvart lávarðadeildinni nýtur 12 prósenta fylgis, Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra nýtur 10 prósenta fylgis og Liz Truss utanríkisráðherra nýtur stuðnings 8 prósenta flokksmanna samkvæmt þessari könnun. Rishi Sunak fjármálaráðherra nýtur 10 prósenta fylgis meðal flokksmanna Íhaldsflokksins.AP/Daniel Leal/ Wallace segir Úkraínumenn ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Bretar styðji þá ekki áfram, en þeir hafa verið einörðustu stuðningsmenn Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa ásamt Bandaríkjunum. „Ég held að það sé engin áhætta í þeim efnum. Ég hef kappkostað að mynda samstöðu allra flokka á þingi. Við erum svo lánsöm að njóta stuðnings Skorska þjóðarflokksins, Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata við stefnu okkar gagnvart Úkraínu. Við erum sammála um að styðja Úkraínu í vörnum sínum gagnvart þessari hræðilegu innrás," segir Ben Wallace. Tímaramminn fyrir leiðtogakjörið er ákveðinn af svo kallaðri 1922 nefnd Íhaldsflokksins sem kemur saman á mánudag þegar tveir nýir fulltrúar taka sæti í nefndinni. Hún hefur einnig völd til að breyta reglum um leiðtogakjör. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Ben Wallace varnarmálaráðherra nýtur í fyrsta kasti mest fylgis til að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.AP/Kirsty Wigglesworth Eftir að Boris Johnson sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands í gær fer ákveðið ferli af stað innan flokksins til að velja nýjan leiðtoga. Í fyrstu umferð þurfa frambjóðendur að njóta stuðnings að minnsta kosti 5 prósenta þingmanna Íhaldsflokksins, eða átta, til að komast í næstu umferð. Í annarri umferð þurfa frambjóðendur að njóta stuðnings að minnsta kosti 10 prósenta þingmanna, eða 36 þingmanna. Eftir það er sá frambjóðandi sem fær fæst atkvæði útilokaður þar til aðeins tveir frambjóðendur standa eftir. Þegar sú niðurstaða er komin fer fram póstkosning þar sem á bilinu eitt hundrað til tvö hundruð þúsund meðlimir í Íhaldsflokknum greiða atkvæði. Liz Truss utanríkisráðherra er ein af haukunum í bresku ríkisstjórninni og mun örugglega blanda sér í topbaráttuna um leiðtogaembættið.AP/Manu Fernandez Þegar Theresa May sagði af sér í júlí 2019 tók val á nýjum leiðtoga sex vikur þar til Boris Johnson hafði sigur. Ef ákveðið verður að fara strax eftir helgi í leiðtogakjörið, gæti nýr leiðtogi verið kominn í kring um 23. ágúst. Johnson gaf hins vegar til kynna í gær að kjörið gæti dregist fram á haustið. Hann mun sitja sem starfandi forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið kjörinn en hefur lýst yfir að hann og ríkisstjórn hans muni ekki beita sér fyrir neinum stefnumarkandi málum. Penny Mordaunt þykir líkleg til að ná árangri í leiðtogakjörinu.AP/Matt Dunham Í könnun sem gerð var í gær og fyrradag meðal 716 meðlima Íhaldsflokksins naut Ben Wallace varnarmálaráðherra mest fylgis eða 13 prósenta. Penny Mordaunt ráðherra innanríkismála gagnvart lávarðadeildinni nýtur 12 prósenta fylgis, Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra nýtur 10 prósenta fylgis og Liz Truss utanríkisráðherra nýtur stuðnings 8 prósenta flokksmanna samkvæmt þessari könnun. Rishi Sunak fjármálaráðherra nýtur 10 prósenta fylgis meðal flokksmanna Íhaldsflokksins.AP/Daniel Leal/ Wallace segir Úkraínumenn ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Bretar styðji þá ekki áfram, en þeir hafa verið einörðustu stuðningsmenn Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa ásamt Bandaríkjunum. „Ég held að það sé engin áhætta í þeim efnum. Ég hef kappkostað að mynda samstöðu allra flokka á þingi. Við erum svo lánsöm að njóta stuðnings Skorska þjóðarflokksins, Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata við stefnu okkar gagnvart Úkraínu. Við erum sammála um að styðja Úkraínu í vörnum sínum gagnvart þessari hræðilegu innrás," segir Ben Wallace. Tímaramminn fyrir leiðtogakjörið er ákveðinn af svo kallaðri 1922 nefnd Íhaldsflokksins sem kemur saman á mánudag þegar tveir nýir fulltrúar taka sæti í nefndinni. Hún hefur einnig völd til að breyta reglum um leiðtogakjör.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22