Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 12:32 Thelma Rún Heimisdóttir hefur búið í Tókýó í átta ár en hún starfar sem framleiðandi. vísir/aðsend Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“ Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“
Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira