Johnson segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 11:45 Johnson sagði af sér í síðustu viku eftir röð hneykslismála og fjölda vantraustsyflrýsinga af hálfu samflokksmanna sinna. epa/Tolga Akmen „Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra. Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum. Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi. Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá. Bretland Tengdar fréttir Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12 Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra. Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum. Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi. Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá.
Bretland Tengdar fréttir Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12 Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12
Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39
Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15
„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33