Halda orkustiginu í hæstu hæðum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2022 11:31 Stuðkabandið er myndað af miklum stemningsmönnum sem koma fram á Þjóðhátíð í ár. Aðsend Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by Stuðlabandið Ballhljómsveit (@studlabandid) Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð? Stuðlabandið kom fyrst fram á Þjóðhátíð árið 2016. Það var ótrúlega eftirminnileg hátíð fyrir okkur þar sem við lokuðum hátíðinni á sunnudagskvöldinu (aðfaranótt mánudags). Við höfum svo verið partur af þessari mögnuðu hátíð allar götur síðan og erum stoltir af því og þakklátir Eyjamönnum fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okkur síðan 2016. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þessa hátíð? Það er auðvitað alltaf ótrúlega gott að heimsækja Vestmannaeyinga sem eru miklir höfðingjar heim að sækja. Herjólfsdalur er svo magnaður staður og orkan sem kemur frá svæðinu og fólkinu sem sækir hátíðina er algjörlega mögnuð. Ég leyfi mér að fullyrða að þessa orku finnur maður eingöngu í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stígið á svið? Þeir sem þekkja okkur vita að vissu leyti við hverju má búast frá okkur. Við verðum auðvitað einkar glæsilega til faranna eins og okkar er von og vísa og við verðum í gríðarlega miklu stuði eins og alltaf. Við komum til með að bregða okkur í allra kvikinda líki, halda orkustiginu í hæstu hæðum og spila lög sem allir þekkja og flestir elska. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar? Það ku vera lagið Þar sem hjartað slær eftir Halldór Gunnar Pálsson með texta eftir Magnús Þór Sigmundsson. Lagið er auðvitað algjörlega ódauðlegt í mögnuðum flutningi Sverris Bergmann. Hvernig ætlið þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? Við verðum eins og flestar verslunarmannahelgar á miklu flugi víðsvegar um landið og felst undirbúningurinn að mestu um hvíld og næringu á milli stríða. Við byrjum helgina á Selfossi á Unglingalandsmóti og brunum svo á Flúðir og skemmtun þar út nóttina. Því næst förum við til Vestmannaeyja og sláum botn í helgina með öllum gestum Þjóðhátíðarinnar. Maggi söngvari startar því með Brekkusöng og við tökum svo góða þrjá tíma a ballinu eftir miðnætti. Við erum svo vanir því að taka upphitunarhring eins og íþróttalíð gerir fyrir mikilvæga kappleiki til að kýla okkur í gang fyrir kvöldið. Svo er auðvitað góð regla hjá okkur að sleppa áfengisneyslu fyrir gigg til að hámarka gæði framkomunnar. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11. júlí 2022 12:32 „Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12. júlí 2022 11:31 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by Stuðlabandið Ballhljómsveit (@studlabandid) Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð? Stuðlabandið kom fyrst fram á Þjóðhátíð árið 2016. Það var ótrúlega eftirminnileg hátíð fyrir okkur þar sem við lokuðum hátíðinni á sunnudagskvöldinu (aðfaranótt mánudags). Við höfum svo verið partur af þessari mögnuðu hátíð allar götur síðan og erum stoltir af því og þakklátir Eyjamönnum fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okkur síðan 2016. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þessa hátíð? Það er auðvitað alltaf ótrúlega gott að heimsækja Vestmannaeyinga sem eru miklir höfðingjar heim að sækja. Herjólfsdalur er svo magnaður staður og orkan sem kemur frá svæðinu og fólkinu sem sækir hátíðina er algjörlega mögnuð. Ég leyfi mér að fullyrða að þessa orku finnur maður eingöngu í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stígið á svið? Þeir sem þekkja okkur vita að vissu leyti við hverju má búast frá okkur. Við verðum auðvitað einkar glæsilega til faranna eins og okkar er von og vísa og við verðum í gríðarlega miklu stuði eins og alltaf. Við komum til með að bregða okkur í allra kvikinda líki, halda orkustiginu í hæstu hæðum og spila lög sem allir þekkja og flestir elska. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar? Það ku vera lagið Þar sem hjartað slær eftir Halldór Gunnar Pálsson með texta eftir Magnús Þór Sigmundsson. Lagið er auðvitað algjörlega ódauðlegt í mögnuðum flutningi Sverris Bergmann. Hvernig ætlið þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? Við verðum eins og flestar verslunarmannahelgar á miklu flugi víðsvegar um landið og felst undirbúningurinn að mestu um hvíld og næringu á milli stríða. Við byrjum helgina á Selfossi á Unglingalandsmóti og brunum svo á Flúðir og skemmtun þar út nóttina. Því næst förum við til Vestmannaeyja og sláum botn í helgina með öllum gestum Þjóðhátíðarinnar. Maggi söngvari startar því með Brekkusöng og við tökum svo góða þrjá tíma a ballinu eftir miðnætti. Við erum svo vanir því að taka upphitunarhring eins og íþróttalíð gerir fyrir mikilvæga kappleiki til að kýla okkur í gang fyrir kvöldið. Svo er auðvitað góð regla hjá okkur að sleppa áfengisneyslu fyrir gigg til að hámarka gæði framkomunnar.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11. júlí 2022 12:32 „Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12. júlí 2022 11:31 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11. júlí 2022 12:32
„Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12. júlí 2022 11:31