Niðurskornar Íslandsdætur Einar Steinn Valgarðsson skrifar 12. júlí 2022 22:01 Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun