Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2022 14:53 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. „Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið. Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Við tökum þetta að sjálfsögðu til frekari skoðunar, en við höfum svo sem bent á það í fjölmiðlum undanfarið hvað það er búið að vera mikið álag hjá okkur á sjúkrahúsinu og það mætti segja þetta endurspegli það að einhverju leyti. Við erum náttúrulega á því að fullorðnir eigi að vera fullorðnir og börn á barnadeild, en þetta snýst fyrst og fremst um að veita sjúklingum þjónustu á rými frekar en á gangi. Við höfum tekið þá afstöðu hér á sjúkrahúsinu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Vísi. Hjúkrunarfræðingar á barnadeild sjúkrahússins sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það var harðlega gagnrýnt að fullorðnum sjúklingum væri komið fyrir á barnadeild. Það ógni öryggi sjúklinga, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Hildigunnur segir að ákvörðun um að þjónusta fullorðna á barnadeild sé tekin af illri nauðsyn, mannekla í heilbrigðiskerfinu og yfirfullar deildir á sjúkrahúsinu geri það að verkum að leita þurfi óhefðbundinna leiða. Hún segir að það sé alls ekki á hverjum degi sem fullorðnir liggja inni á barnadeild. Sannfærð um að sjúklingar séu þjónustaðir af fullkomnu öryggi Hjúkrunarfræðingar á barnadeild segja að það ógni öryggi sjúklinga að hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum sem þeir eru ekki sérhæfðir í að sinna. Barnahjúkrunarfræðingar séu ekki vanir því að sinna öldruðum með fjölþætt veikindi, til að mynda. „Auðvitað viljum við sinna sjúklingum hér af fagmennsku og öryggi, og það er okkar keppikefli að gera það. Ég er sannfærð um það að okkar starfsfólk er að leitast við það að veita sjúklingum okkar þjónustu af fullkomnu öryggi,“ segir Hildigunnur. Þá bendir hún á að vistun sjúklinga á gangi geti einnig ógnað öryggi þeirra. Helsta verkefni stjórnenda að ná fólki til starfa Hjúkrunarfræðingarnir segja að þeir yrðu ekki hissa ef aukið álag á barnadeildinni verði til þess að einhverjir þeirra segi einfaldlega upp störfum. Hildigunnur segir að stjórnendur spítalans séu meðvitaðir um aukið álag á starfsfólkið. Álagið hafi orðið til þess að heilbrigðisstarfsfólk segi skilið við stéttina. Helsta verkefni stjórnenda sé að bregðast við því og endurheimta starfsfólk. „Við viljum hafa hæfa starfsfólkið hérna í vinnu hjá okkur. Það er á ábyrgð okkar stjórnenda og stjórnvalda, að sjálfsögðu, að finna leiðir en þar held ég að manneklan spila gríðarlega stóran þátt vegna þess að það er kominn ákveðinn vítahringur. Þegar það vantar svona mikið af fólki þá eykst álagið á hina sem fyrir eru. Óvenju mikið af veiku fólki sem þarf að sinna Hildigunnur segir að óvenju mikið álag um þessar mundir skýrist ekki einungis af völdum manneklu heldur sé einnig óvenju mikið af veiku fólki á Akureyri. Þar vegi þyngst mikill fjöldi eldra fólks sem er veikur, þar af séu margir sem glíma við veikindi tengd fyrri sýkingu af Covid-19. Þá séu að jafnaði þrír til fjórir inniliggjandi með Covid-19, en slíkir sjúklingar þurfi öðruvísi meðhöndlun en aðrir, sem krefst meiri mannafla. Að lokum nefnir hún að mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri og í nágrenni bæti enn á álagið.
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira