Hausinn þarf að vera í lagi líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Dagný Brynjarsdóttir ræðir hér við fjölmiðla á íslenska hótelinu í gær. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu tóku fagnandi möguleikanum á því að hitta sitt fólk í gær. Íslensku stelpurnar sóttu sér þar vonandi í þá andlegu orku sem þaf til að gera eitthvað í lokaleiknum mikilvæga á móti Frökkum. Íslenska liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjunum sínum en sigur í öðrum hvorum þeirra hefði breytt miklu um stöðu liðsins. „Auðvitað vorum við svekktar því við ætluðum okkur sigur í alla vega öðrum hvorum leiknum. Við verðum líka að virða stigið og þetta er enn þá í okkar höndum. Til að vera sem best undirbúnar fyrir Frakkaleikinn þá höfum við hugsað vel um okkur og endurheimt vel. ,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. Hún var ánægð með afslappaðan laugardag. „Við fengum frídag í dag. Það var ótrúlega þægilegt. Við gátum aðeins hitt fjölskyldu og nánustu ættingja,“ sagði Dagný. „Ég ákvað að vera hérna eftir á hótelinu og ég fékk soninn minn og manninn minn í heimsókn. Það var virkilega kærkomið og þetta var fyrsti heili dagurinn sem ég fékk að eyða með þeim núna í þrjár vikur. Ég ákvað að vera ekki að eyða honum í rútu á leið til Manchester og eyða frekar þessa tvo auka klukkutíma á hótelinu með þeim,“ sagði Dagný. „Þetta var bara æði og ótrúlega kærkomið. Það skiptir máli að við náum okkur vel líkamlega en svo þarf hausinn að vera í lagi líka. Þetta er búinn að vera langur undirbúningur og langt mót þannig að það er mikilvægt að hitta börnin. Ég ákvað að fá þá frekar hingað í rólegheit frekar en að hitta stórfjölskylduna í Manchester,“ sagði Dagný. Frakkarnir verða mjög erfiðar en hausinn er á góðum stað samkvæmt mati Dagnýju. „Bara mjög góður. Við tökum fund í kvöld (gærkvöld) um Frakkaleikinn og þá fáum við að vita meira um þeirra leik. Síðustu tveir leikir hjá þeim hafa verið ótrúlega ólíkir eins og á móti Belgíu og Ítalíu. Við fáum að sjá þeirra veikleika og styrkleika. Svo tökum við bara æfingu á morgun (í dag) og þá ættum við að vera klárar,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjunum sínum en sigur í öðrum hvorum þeirra hefði breytt miklu um stöðu liðsins. „Auðvitað vorum við svekktar því við ætluðum okkur sigur í alla vega öðrum hvorum leiknum. Við verðum líka að virða stigið og þetta er enn þá í okkar höndum. Til að vera sem best undirbúnar fyrir Frakkaleikinn þá höfum við hugsað vel um okkur og endurheimt vel. ,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. Hún var ánægð með afslappaðan laugardag. „Við fengum frídag í dag. Það var ótrúlega þægilegt. Við gátum aðeins hitt fjölskyldu og nánustu ættingja,“ sagði Dagný. „Ég ákvað að vera hérna eftir á hótelinu og ég fékk soninn minn og manninn minn í heimsókn. Það var virkilega kærkomið og þetta var fyrsti heili dagurinn sem ég fékk að eyða með þeim núna í þrjár vikur. Ég ákvað að vera ekki að eyða honum í rútu á leið til Manchester og eyða frekar þessa tvo auka klukkutíma á hótelinu með þeim,“ sagði Dagný. „Þetta var bara æði og ótrúlega kærkomið. Það skiptir máli að við náum okkur vel líkamlega en svo þarf hausinn að vera í lagi líka. Þetta er búinn að vera langur undirbúningur og langt mót þannig að það er mikilvægt að hitta börnin. Ég ákvað að fá þá frekar hingað í rólegheit frekar en að hitta stórfjölskylduna í Manchester,“ sagði Dagný. Frakkarnir verða mjög erfiðar en hausinn er á góðum stað samkvæmt mati Dagnýju. „Bara mjög góður. Við tökum fund í kvöld (gærkvöld) um Frakkaleikinn og þá fáum við að vita meira um þeirra leik. Síðustu tveir leikir hjá þeim hafa verið ótrúlega ólíkir eins og á móti Belgíu og Ítalíu. Við fáum að sjá þeirra veikleika og styrkleika. Svo tökum við bara æfingu á morgun (í dag) og þá ættum við að vera klárar,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira