Markverðirnir sluppu loksins allar ómeiddar í gegnum æfingar liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 17:07 Cecilía Rán Rúnarsdóttir datt út rétt fyrir mót en kom aftur til móts við hópinn eftir aðgerð í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Það er mjög góð staða á leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins fyrir stóra prófið á móti Frökkum annað kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur byrjað blaðamannafundinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands á EM í Englandi á því að segja frá óförum markvarða liðsins. Tveir markverðir hafa nefnilega meiðst á æfingum rétt fyrir leiki liðsins, fyrst Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrir Belgíuleikinn og svo Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn á móti Ítalíu. Engir útileikmenn liðsins hafa verið að glíma við alvarleg meiðsli á þessu móti og markvarðarstaðan því hættulegasta staðan í liðinu. Mjög leiðinlegt fyrir þær Cecilíu Rán og Telmu en á móti hafa þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir fengið tækifæri á að koma inn í hópinn í þeirra stað. Sem betur fer kórónaði Þorsteinn ekki þrennuna í kvöld því hann slapp við það að segja fjölmiðlamönnum frá enn einum markmannsmeiðslunum á blaðamannafundi fyrir Frakklandsleikinn sem fer fram á morgun. Þær þrjár sem eftir standa eru sem betur fer allar klárar í slaginn á móti Frökkum. „Það eru allar heilar og allar klárar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson um stöðuna á leikmannahópnum og hann var einnig ánægður með líkamlegu stöðuna á leikmönnum. „Mjög ánægður með það. Það eru allar raunverulega í góðu lagi og engin með eitthvað smáhnjask eða eitthvað svoleiðis. Allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur byrjað blaðamannafundinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands á EM í Englandi á því að segja frá óförum markvarða liðsins. Tveir markverðir hafa nefnilega meiðst á æfingum rétt fyrir leiki liðsins, fyrst Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrir Belgíuleikinn og svo Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn á móti Ítalíu. Engir útileikmenn liðsins hafa verið að glíma við alvarleg meiðsli á þessu móti og markvarðarstaðan því hættulegasta staðan í liðinu. Mjög leiðinlegt fyrir þær Cecilíu Rán og Telmu en á móti hafa þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir fengið tækifæri á að koma inn í hópinn í þeirra stað. Sem betur fer kórónaði Þorsteinn ekki þrennuna í kvöld því hann slapp við það að segja fjölmiðlamönnum frá enn einum markmannsmeiðslunum á blaðamannafundi fyrir Frakklandsleikinn sem fer fram á morgun. Þær þrjár sem eftir standa eru sem betur fer allar klárar í slaginn á móti Frökkum. „Það eru allar heilar og allar klárar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson um stöðuna á leikmannahópnum og hann var einnig ánægður með líkamlegu stöðuna á leikmönnum. „Mjög ánægður með það. Það eru allar raunverulega í góðu lagi og engin með eitthvað smáhnjask eða eitthvað svoleiðis. Allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira