Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 13:30 Eyjamenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Stöð 2 Sport Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings
Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira