„Þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 15:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, fór yfir Evrópuleik kvöldsins. Vísir/Stöð 2 Breiðablik tekur á móti Budućnost Podgorica í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, ræddi við Stöð 2 í dag og fór yfir möguleika sinna manna. „Bara hrikalega vel. Við erum auðvitað bara mjög spenntir því Evrópuleikirnir hafa sinn sjarma og eru öðruvísi en deildarleikirnir. Þannig að okkur hlakkar bara mikið til,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stöð 2 í dag. Óskar segir að andstæðingar kvöldsins séu með öflugt lið sem ber að varast. Hann segir einnig að sínir menn verði að taka frumkvæðið í leiknum og byrja af krafti. „Þeir eru með gott lið. Við höfum tvo leiki úr síðustu umferð í Evrópu til að meta þá því þeir eru með svolítið breytt lið frá því í fyrra. Þetta er öflugt lið og kröftugt með mikil einstaklingsgæði úti á köntunum. Þeir eru með unga leikmenn sem eru feikilega öflugir og við þurfum að varast.“ „Þeir fara hátt þegar þeir treysta sér til þess, en þeim líður líka ágætlega niðri og voru mjög varnarsinnaðir á útivelli í síðustu umferð. Þar voru þeir auðvitað að verja tveggja marka forystu frá fyrri leiknum. Okkar mögueliki liggur bara helst í því að færa lappirnar hraðar en þeir, leggja meira í leikinn og byrja af krafti.“ Þá segir Óskar að sínir menn verði að nýta sér sína styrkleika og þá staðreynd að leikmenn Budućnost Podgorica séu ekki vanir að spila á grasi. „Það er bara full ferð. Við förum í hvern einasta heimaleik til að ná frumkvæðinu og markmiði er að taka frumkvæðið og keyra yfir lið. Aum leið og menn eru kraftmiklir þá hefur sóknarleikurinn tilhneigingu til að koma í kjölfarið og það gerist allt hraðar. Ég held að það verði mikilvægt fyrir okkur.“ „Þetta er lið sem spilar á grasi alla leiki og hér liggur einn af okkar styrkleykum, að spila heima á gervigrasi fyrir framan geggjaða áhorfendur. Þannig við þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá.“ Óskar segir enn fremur að örlítill stigsmunur sé á því hvernig liðið nálgast Evrópuleiki annars vegar og venjulega deildarleiki hins vegar. „Auðvitað er töluverður munur á því hvernig þú nálgast þennan leik annars vegar eða þá FH úti hins vegar. Í FH-liðinu eru leikmenn sem allir okkar leikmenn þekkja út og inn og þar er fátt sem kemur á óvart. Þá ertu kannski meira að skerpa á þínum eign hlutum, en í Evrópukeppni ertu kominn kannski meira niður í smáatriði. Einstaklingar sem eru óþekktar stærðir og eru öðruvísi en menn hafa verið að glíma við. Og svo er stíll liðanna bara öðruvísi sem koma úr þessum hluta Evrópu.“ „Á sama tíma og þetta er krefjandi verkefni þá er þetta líka bara frábært uppbrot á tímabilinu.“ Klippa: Óskar Hrafn fyrir leik Breiðabliks gegn Budu nost Podgorica Fyrst að Óskar nefndi FH-ingana lá beinast við því að spyrja út í næsta deildarleik Breiðabliks sem er einmitt gegn FH um helgina. Óskar segist þó ekki endilega ætla að hræra mikið í liðinu á milli leikja þó leikurinn gegn FH sé á milli Evrópuleikja. „Við tökum hann bara þegar að því kemur. Það er fullur fókus á leikinn í kvöld og þegar hann er búinn þá förum við að hugsa um leikinn gegn FH. Það verður bara að vera þannig. Það er í rauninni rosa lítið hægt að plana langt fram í tímann.“ „Það verður bara að koma í ljós hvernig menn koma út úr þessum leik. Hvort einhverjir verði fyrir einhverju hnjaski og hversu ferskir menn eru. En í grunninn reynum við að hafa heilbrigðar breytingar á milli leikja og ekki umturna öllu. Við reynum að halda í það sem við höfum verið að gera og það gerist ekki með því að taka 7-8 leikmenn og umbylta liðinu. En væntanlega munum við þurfa að breyta eitthvað til.“ Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Budućnost Podgorica hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Bara hrikalega vel. Við erum auðvitað bara mjög spenntir því Evrópuleikirnir hafa sinn sjarma og eru öðruvísi en deildarleikirnir. Þannig að okkur hlakkar bara mikið til,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stöð 2 í dag. Óskar segir að andstæðingar kvöldsins séu með öflugt lið sem ber að varast. Hann segir einnig að sínir menn verði að taka frumkvæðið í leiknum og byrja af krafti. „Þeir eru með gott lið. Við höfum tvo leiki úr síðustu umferð í Evrópu til að meta þá því þeir eru með svolítið breytt lið frá því í fyrra. Þetta er öflugt lið og kröftugt með mikil einstaklingsgæði úti á köntunum. Þeir eru með unga leikmenn sem eru feikilega öflugir og við þurfum að varast.“ „Þeir fara hátt þegar þeir treysta sér til þess, en þeim líður líka ágætlega niðri og voru mjög varnarsinnaðir á útivelli í síðustu umferð. Þar voru þeir auðvitað að verja tveggja marka forystu frá fyrri leiknum. Okkar mögueliki liggur bara helst í því að færa lappirnar hraðar en þeir, leggja meira í leikinn og byrja af krafti.“ Þá segir Óskar að sínir menn verði að nýta sér sína styrkleika og þá staðreynd að leikmenn Budućnost Podgorica séu ekki vanir að spila á grasi. „Það er bara full ferð. Við förum í hvern einasta heimaleik til að ná frumkvæðinu og markmiði er að taka frumkvæðið og keyra yfir lið. Aum leið og menn eru kraftmiklir þá hefur sóknarleikurinn tilhneigingu til að koma í kjölfarið og það gerist allt hraðar. Ég held að það verði mikilvægt fyrir okkur.“ „Þetta er lið sem spilar á grasi alla leiki og hér liggur einn af okkar styrkleykum, að spila heima á gervigrasi fyrir framan geggjaða áhorfendur. Þannig við þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá.“ Óskar segir enn fremur að örlítill stigsmunur sé á því hvernig liðið nálgast Evrópuleiki annars vegar og venjulega deildarleiki hins vegar. „Auðvitað er töluverður munur á því hvernig þú nálgast þennan leik annars vegar eða þá FH úti hins vegar. Í FH-liðinu eru leikmenn sem allir okkar leikmenn þekkja út og inn og þar er fátt sem kemur á óvart. Þá ertu kannski meira að skerpa á þínum eign hlutum, en í Evrópukeppni ertu kominn kannski meira niður í smáatriði. Einstaklingar sem eru óþekktar stærðir og eru öðruvísi en menn hafa verið að glíma við. Og svo er stíll liðanna bara öðruvísi sem koma úr þessum hluta Evrópu.“ „Á sama tíma og þetta er krefjandi verkefni þá er þetta líka bara frábært uppbrot á tímabilinu.“ Klippa: Óskar Hrafn fyrir leik Breiðabliks gegn Budu nost Podgorica Fyrst að Óskar nefndi FH-ingana lá beinast við því að spyrja út í næsta deildarleik Breiðabliks sem er einmitt gegn FH um helgina. Óskar segist þó ekki endilega ætla að hræra mikið í liðinu á milli leikja þó leikurinn gegn FH sé á milli Evrópuleikja. „Við tökum hann bara þegar að því kemur. Það er fullur fókus á leikinn í kvöld og þegar hann er búinn þá förum við að hugsa um leikinn gegn FH. Það verður bara að vera þannig. Það er í rauninni rosa lítið hægt að plana langt fram í tímann.“ „Það verður bara að koma í ljós hvernig menn koma út úr þessum leik. Hvort einhverjir verði fyrir einhverju hnjaski og hversu ferskir menn eru. En í grunninn reynum við að hafa heilbrigðar breytingar á milli leikja og ekki umturna öllu. Við reynum að halda í það sem við höfum verið að gera og það gerist ekki með því að taka 7-8 leikmenn og umbylta liðinu. En væntanlega munum við þurfa að breyta eitthvað til.“ Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Budućnost Podgorica hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira