Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 09:16 Það var hiti í andstæðingum Blika eftir 2-0 sigur Kópavogsliðsins í gærkvöld. Rauða spjaldið hafði farið á loft þrívegis í leiknum, við litla hrifningu rúmlega 50 stuðningsmanna Buducnost sem voru á leiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og skjáskot/@blikar.is Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30