Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júlí 2022 18:09 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. Við höldum áfram að fjalla um málefni hinsegin hælisleitenda sem fréttastofan byrjaði á í gærkvöldi, en í tengslum við málið skrifaði vararíkissaksóknari umdeild ummæli á Facebook, sem dómsmálaráðherra hefur furðað sig á. Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sönnur fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Fólk sem dvalið hefur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn segir það grátlegt að þurfa að pakka saman og yfirgefa svæðið. Sumir hafa varið sumartímanum þar í hátt í fjörutíu ár. Í fréttatímanum lítum við við hjá þeim og förum yfir stöðuna. Úkraínumenn og Rússar hafa gert með sér samning um að hleypa 22 milljónum tonna af korni og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og út á heimsmarkaðinn. Vörurnar hafa setið fastar í höfnum við Svartahaf í marga mánuði vegna stríðsins. Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson syndir nú frá Vestmannaeyjum að landi á Landeyjarsöndum til styrktar samtökum Barnaheilla. Sigurgeir hefur undirbúið sig lengi fyrir sundið og safnað áheitum en allur ágóði söfnunarinnar rennur til barna sem búa á átakasvæðum. Þá kíkir Magnús Hlynur á Kidda Vídeoflugu og sjálfsala hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamennirnir eru duglegir að skilja eftir miða og þakka Kidda fyrir framtakið. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 en hægt er að hlusta á þær í beinni í spilaranum hér að neðan. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Við höldum áfram að fjalla um málefni hinsegin hælisleitenda sem fréttastofan byrjaði á í gærkvöldi, en í tengslum við málið skrifaði vararíkissaksóknari umdeild ummæli á Facebook, sem dómsmálaráðherra hefur furðað sig á. Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sönnur fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Fólk sem dvalið hefur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn segir það grátlegt að þurfa að pakka saman og yfirgefa svæðið. Sumir hafa varið sumartímanum þar í hátt í fjörutíu ár. Í fréttatímanum lítum við við hjá þeim og förum yfir stöðuna. Úkraínumenn og Rússar hafa gert með sér samning um að hleypa 22 milljónum tonna af korni og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu og út á heimsmarkaðinn. Vörurnar hafa setið fastar í höfnum við Svartahaf í marga mánuði vegna stríðsins. Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson syndir nú frá Vestmannaeyjum að landi á Landeyjarsöndum til styrktar samtökum Barnaheilla. Sigurgeir hefur undirbúið sig lengi fyrir sundið og safnað áheitum en allur ágóði söfnunarinnar rennur til barna sem búa á átakasvæðum. Þá kíkir Magnús Hlynur á Kidda Vídeoflugu og sjálfsala hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamennirnir eru duglegir að skilja eftir miða og þakka Kidda fyrir framtakið. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 en hægt er að hlusta á þær í beinni í spilaranum hér að neðan.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira