Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 13:01 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01