Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2022 14:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði sitt fram í þinginu, að rannsókn og skýrsla um hina umdeildu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, væri á könnu ríkisendurskoðanda. Guðmundur Björgvin segir ýmislegt hafa valdið því að dregist hefur að ljúka skýrslunni. Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“ Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14