Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum Sverrir Mar Smárason skrifar 3. ágúst 2022 22:09 Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, mætti í viðtöl eftir leik í kvöld. vísir/bára Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Við sýndum það og sönnuðum að við erum frábært fótboltalið þegar allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan sem við gerðum í dag. Þess vegna uppskárum við eins og við sáðum,“ sagði Helgi. FH byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á Val en eftir að hafa staðist þá pressu þá tóku Valsmenn yfir leikinn. „Fyrsta korterið vorum í smá vandræðum en engum alvarlegum vandræðum. Síðan unnum við okkur inn í leikinn og frá 20. mínútu þá fannst mér við vera mun betra liðið það sem eftir lifði leiks. Fengum fullt af góðum upphlaupum, fullt af góðum sóknum og hefðum með smá heppni getað skorað fleiri mörk. Fyrst og fremst þá héldum við markinu okkar hreinu það var kominn tími á það. Gerðum það vel, skorum tvö mörk, frábær sigur og við þurfum að byggja ofan á þetta. Fögnum vel í kvöld og svo erum við bara einbeittir á næsta verkefni,“ sagði Helgi. Mörkin tvö sem Valur skoraði komu á góðum tímapunktum. Það fyrri rétt fyrir hálfleikinn og það síðara á 64. mínútu eftir að FH hafði verið að setja pressu að marki Vals. Léttir að fá mörk á þessum augnablikum í leiknum að mati Helga. „Sérstaklega að fá mark fyrir hálfleik og fá „boost“ inn í hálfleikinn og um leið gerir það smá svekkelsi á FH-liðið. Við nýttum okkur það og komum vel út í seinni hálfleik. Fengum gott upphlaup og skoruðum mark og síðan var þetta eiginlega aldrei í hættu. Ef eitthvað er þá áttum við að vinna þetta stærra,“ sagði Helgi. Það var töluvert annar bragur á sóknarleik Vals í kvöld miðað við síðustu vikur og mánuði. Mun betra flæði og léttara yfirbragð. „Menn þorðu að halda í boltann. Það var uppleggið að þora að halda í hann og svo að fara hátt upp með bakverðina og við nýttum okkur þau svæði sem þar mynduðust. Fyrsta markið kemur þegar Birkir fær boltann hátt uppi á vellinum, kemur með hann fyrir og við erum með marga menn inni í teig. Einhvern vegin náðum við að koma boltanum í netið þar. Þetta er það sem við þurfum að gera áfram. Að fara hátt upp með liðið en líka inni á milli að þora að halda boltanum, lokka liðin ofar og nýta okkur svæðin sem þá myndast,“ sagði Helgi um sóknarleikinn í kvöld. Valsmenn fara í 24 stig með sigrinum í kvöld og úrslit undanfarinna daga hafa fallið með Val í baráttunni í efri hlutanum. Einn leikur í einu segir Helgi. „Markmiðið er bara að vinna leiki. Bara að vinna næsta fótboltaleik og safna stigum. Svo sjáum við hvað það gefur okkur í lokin. Ég held að það sé bara heillavænlegast að taka einn leik í einu og við ætlum að komast eins ofarlega í töfluna og mögulegt er. Það er nóg eftir af þessu móti og við getum farið allt sem við viljum en til þess þurfum við að vera 100% einbeittir eins og við vorum í kvöld,“ sagði Helgi að lokum. Valur FH Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Við sýndum það og sönnuðum að við erum frábært fótboltalið þegar allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan sem við gerðum í dag. Þess vegna uppskárum við eins og við sáðum,“ sagði Helgi. FH byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á Val en eftir að hafa staðist þá pressu þá tóku Valsmenn yfir leikinn. „Fyrsta korterið vorum í smá vandræðum en engum alvarlegum vandræðum. Síðan unnum við okkur inn í leikinn og frá 20. mínútu þá fannst mér við vera mun betra liðið það sem eftir lifði leiks. Fengum fullt af góðum upphlaupum, fullt af góðum sóknum og hefðum með smá heppni getað skorað fleiri mörk. Fyrst og fremst þá héldum við markinu okkar hreinu það var kominn tími á það. Gerðum það vel, skorum tvö mörk, frábær sigur og við þurfum að byggja ofan á þetta. Fögnum vel í kvöld og svo erum við bara einbeittir á næsta verkefni,“ sagði Helgi. Mörkin tvö sem Valur skoraði komu á góðum tímapunktum. Það fyrri rétt fyrir hálfleikinn og það síðara á 64. mínútu eftir að FH hafði verið að setja pressu að marki Vals. Léttir að fá mörk á þessum augnablikum í leiknum að mati Helga. „Sérstaklega að fá mark fyrir hálfleik og fá „boost“ inn í hálfleikinn og um leið gerir það smá svekkelsi á FH-liðið. Við nýttum okkur það og komum vel út í seinni hálfleik. Fengum gott upphlaup og skoruðum mark og síðan var þetta eiginlega aldrei í hættu. Ef eitthvað er þá áttum við að vinna þetta stærra,“ sagði Helgi. Það var töluvert annar bragur á sóknarleik Vals í kvöld miðað við síðustu vikur og mánuði. Mun betra flæði og léttara yfirbragð. „Menn þorðu að halda í boltann. Það var uppleggið að þora að halda í hann og svo að fara hátt upp með bakverðina og við nýttum okkur þau svæði sem þar mynduðust. Fyrsta markið kemur þegar Birkir fær boltann hátt uppi á vellinum, kemur með hann fyrir og við erum með marga menn inni í teig. Einhvern vegin náðum við að koma boltanum í netið þar. Þetta er það sem við þurfum að gera áfram. Að fara hátt upp með liðið en líka inni á milli að þora að halda boltanum, lokka liðin ofar og nýta okkur svæðin sem þá myndast,“ sagði Helgi um sóknarleikinn í kvöld. Valsmenn fara í 24 stig með sigrinum í kvöld og úrslit undanfarinna daga hafa fallið með Val í baráttunni í efri hlutanum. Einn leikur í einu segir Helgi. „Markmiðið er bara að vinna leiki. Bara að vinna næsta fótboltaleik og safna stigum. Svo sjáum við hvað það gefur okkur í lokin. Ég held að það sé bara heillavænlegast að taka einn leik í einu og við ætlum að komast eins ofarlega í töfluna og mögulegt er. Það er nóg eftir af þessu móti og við getum farið allt sem við viljum en til þess þurfum við að vera 100% einbeittir eins og við vorum í kvöld,“ sagði Helgi að lokum.
Valur FH Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30