Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 13:09 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59
Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55