Hverarúgbrauð og brauðsúpa í símaklefa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 09:02 Dísa að athuga með rúgbrauðið sitt í einum af hverunum í Reykhólum en það tekur sólarhring að baka brauðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverarúgbrauð, taupokar, brauðsúpa og símaklefi, hvað ætli það eigi sameiginlegt? Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira