Félag sem átti að verða eitt það besta í Evrópu leggur upp laupana Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Samuel Eto'o lék með Anzhi í rúmar tvær leiktíðir og var á meðal launahæstu leikmanna heims. Mike Kireev/Epsilon/Getty Images Rússneska liðið Anzhi Makhachkala átti að verða að einu stærsta liði Evrópu árið 2011 þegar óligarkinn Suleyman Kerimov pumpaði peningum í félagið sem raðaði inn stórstjörnum. Nú er félagið á barmi gjaldþrots og hefur ekki fengið keppnisréttindi í þriðju efstu deild í Rússlandi. Félagið var stofnað árið 1991 og er staðsett í bænum Kaspiysk í Rússlandi sem er með íbúafjölda upp á 100 þúsund manns. Félagið komst í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sinni sögu árið 2011 en það ár keypti milljarðamæringurinn og ólígarkinn Suleyman Kerimov félagið og sagðist ætla að koma því í fremstu röð. Anzhi er uppeldisfélag Kerimovs, sem lék fótbolta í æsku, og hann ætlaði ekki að láta skort á fé halda aftur af liðinu. Hann lagði fram 230 milljón evra fjármagn til að eyða á leikmannamarkaðinum, þar sem markmiðið var að komast í Meistaradeild Evrópu á innan við þremur árum. Hann fjármagnaði þá byggingu 30 þúsund manna leikvangs, Anzhi Arena, og stofnaði akademíu með þeim kostnaði sem því fylgir. Rándýrar stjörnur 37 ára gamall Roberto Carlos var kominn heim til Corinthians hvar hann ætlaði að enda ferilinn en gat ekki hafnað rússagullinu.Kirill Kudryavtsev/Epsilon/Getty Images Kerimov fór geist af stað en í mars 2011 hafði hann fjármagnað kaup á 13 leikmönnum. Þar á meðal var brasilíska ofurstjarnan Roberto Carlos, sem kom frá Corinthians í heimalandinu, ásamt miðjumanninum Jucilei. Einnig keypti hann Mbark Boussoufa, sem hafði gert það gott í Belgíu eftir að hafa verið í akademíu Chelsea, og brasilíska framherjann Diego Tardelli. Sumarið 2011 bætti hann enn frekar í. Hann keypti ungverska landsliðsmanninn Balazs Dzsudzsak frá PSV, rússneska landsliðsmanninn Yuri Zhirkov frá Chelsea og aðra stórstjörnu, Samuel Eto'o frá Inter Milan. Margar fréttir bárust af himinháum launum Eto'o hjá félaginu, en hann var á meðal launahæstu leikmanna heims með 20 milljónir evra á ári eftir skatt. Þá vildi hann ekki flytja til smábæjarins Kaspyisk og var þess í stað á fimm stjörnu hóteli í Moskvu allan sinn tíma hjá Anzhi og var flogið daglega með þyrlu á æfingar. Alls keypti Anzhi 28 leikmenn á fystu tólf mánuðunum í eignartíð Kerimovs en félagið fékk Christopher Samba frá Blackburn snemma árs 2012, og bætti við Fílbeinstrendingnum Lacina Traoré, sem þótti þá mikið efni, miðjumanninum Lassana Diarra frá Real Madrid og Brasilíumanninum Willian frá Shakhtar Donetsk. Eitt gott tímabil undir Hiddink Samba, til vinsti, í leik gegn Liverpool í Evrópudeildinni.Nordic Photos / Getty Images Eftir að hafa farið í gegnum fimm þjálfara á fyrstu leiktíð Kerimovs, 2011 til 2012, kom meiri stöðugleiki á öðru tímabilinu þar sem Hollendingurinn Guus Hiddink stýrði liðinu. Það lenti í þriðja sæti í deildinni, hlaut silfur í bikarnum og vann Liverpool í riðlakeppni Evrópudeildarinnar áður en það féll úr keppni fyrir Newcastle United í 16-liða úrslitum. Það hallaði hins vegar allhressilega undan fæti í kjölfarið. Kerimov hafði ætlað sér um of þar sem reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi bitu hann í rassinn og ljóst var að það þyrfti að draga úr kostnaði til að eiga ekki von á himinháum sektum frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Willan fór ári eftir kaupin til Chelsea þar sem hann hafði aðeins spilað ellefu deildarleiki með Anzhi á tólf mánuðum. Arfleifðin lexía fyrir önnur nýrík félög Brasilíumaðurinn Willian spilaði ekki mikið hjá Anzhi áður en hann var seldur til Chelsea hvar hann vann tvö Englandsmeistaratitla.Sebastian Kahnert/picture alliance via Getty Images Boussoufa, Zhirkov, Eto'o, Diarra, Willian, Traoré, Samba og Jucilei hurfu allir á braut, líkt og rússnesku landsliðsmennirnir Igor Denisov (keyptur í júní 2013 og seldur í ágúst sama ár) og Aleksandr Kokorin (keyptur í júlí og seldur í águst 2013). Hiddink hætti sumarið 2013 og liðið féll um veturinn niður í næst efstu deild. Það komst beint aftur upp en liðið sem mætti til leiks í rússnesku úrvalsdeildinni tímabilið 2015 til 2016 var algjörlega óþekkjanlegt frá því sem sést hafði þremur árum fyrr. Kerimov átti félagið fram til ársins 2016 en tímabilið 2018 til 2019 féll það á ný og hefur verið í frjálsu falli síðan. Liðið er sem stendur í þriðju efstu deild og er gott sem gjaldþrota. Það hefur uppfyllir ekki kröfur rússneska knattspyrnusambandsins til að taka þátt í þriðju efstu deild á komandi leiktíð og verður því lagt niður. Eftir standa góðar minningar um eitt frábært tímabil undir Hiddink og stjörnuljóma Eto'o og Carlosar, en afleiðingin er niðurlagning félags eftir rúmlega 30 ára starfsemi þess. Arfleifð skammvinns ævintýris Anzhi undir Kerimov er lexía fyrir önnur nýrík félög. Það hefur verkað sem víti til varnaðar stórum félögum í eigu olíuríkja frá Miðausturlöndum sem hafa farið betur með að dansa á línu reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi. Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Félagið var stofnað árið 1991 og er staðsett í bænum Kaspiysk í Rússlandi sem er með íbúafjölda upp á 100 þúsund manns. Félagið komst í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sinni sögu árið 2011 en það ár keypti milljarðamæringurinn og ólígarkinn Suleyman Kerimov félagið og sagðist ætla að koma því í fremstu röð. Anzhi er uppeldisfélag Kerimovs, sem lék fótbolta í æsku, og hann ætlaði ekki að láta skort á fé halda aftur af liðinu. Hann lagði fram 230 milljón evra fjármagn til að eyða á leikmannamarkaðinum, þar sem markmiðið var að komast í Meistaradeild Evrópu á innan við þremur árum. Hann fjármagnaði þá byggingu 30 þúsund manna leikvangs, Anzhi Arena, og stofnaði akademíu með þeim kostnaði sem því fylgir. Rándýrar stjörnur 37 ára gamall Roberto Carlos var kominn heim til Corinthians hvar hann ætlaði að enda ferilinn en gat ekki hafnað rússagullinu.Kirill Kudryavtsev/Epsilon/Getty Images Kerimov fór geist af stað en í mars 2011 hafði hann fjármagnað kaup á 13 leikmönnum. Þar á meðal var brasilíska ofurstjarnan Roberto Carlos, sem kom frá Corinthians í heimalandinu, ásamt miðjumanninum Jucilei. Einnig keypti hann Mbark Boussoufa, sem hafði gert það gott í Belgíu eftir að hafa verið í akademíu Chelsea, og brasilíska framherjann Diego Tardelli. Sumarið 2011 bætti hann enn frekar í. Hann keypti ungverska landsliðsmanninn Balazs Dzsudzsak frá PSV, rússneska landsliðsmanninn Yuri Zhirkov frá Chelsea og aðra stórstjörnu, Samuel Eto'o frá Inter Milan. Margar fréttir bárust af himinháum launum Eto'o hjá félaginu, en hann var á meðal launahæstu leikmanna heims með 20 milljónir evra á ári eftir skatt. Þá vildi hann ekki flytja til smábæjarins Kaspyisk og var þess í stað á fimm stjörnu hóteli í Moskvu allan sinn tíma hjá Anzhi og var flogið daglega með þyrlu á æfingar. Alls keypti Anzhi 28 leikmenn á fystu tólf mánuðunum í eignartíð Kerimovs en félagið fékk Christopher Samba frá Blackburn snemma árs 2012, og bætti við Fílbeinstrendingnum Lacina Traoré, sem þótti þá mikið efni, miðjumanninum Lassana Diarra frá Real Madrid og Brasilíumanninum Willian frá Shakhtar Donetsk. Eitt gott tímabil undir Hiddink Samba, til vinsti, í leik gegn Liverpool í Evrópudeildinni.Nordic Photos / Getty Images Eftir að hafa farið í gegnum fimm þjálfara á fyrstu leiktíð Kerimovs, 2011 til 2012, kom meiri stöðugleiki á öðru tímabilinu þar sem Hollendingurinn Guus Hiddink stýrði liðinu. Það lenti í þriðja sæti í deildinni, hlaut silfur í bikarnum og vann Liverpool í riðlakeppni Evrópudeildarinnar áður en það féll úr keppni fyrir Newcastle United í 16-liða úrslitum. Það hallaði hins vegar allhressilega undan fæti í kjölfarið. Kerimov hafði ætlað sér um of þar sem reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi bitu hann í rassinn og ljóst var að það þyrfti að draga úr kostnaði til að eiga ekki von á himinháum sektum frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Willan fór ári eftir kaupin til Chelsea þar sem hann hafði aðeins spilað ellefu deildarleiki með Anzhi á tólf mánuðum. Arfleifðin lexía fyrir önnur nýrík félög Brasilíumaðurinn Willian spilaði ekki mikið hjá Anzhi áður en hann var seldur til Chelsea hvar hann vann tvö Englandsmeistaratitla.Sebastian Kahnert/picture alliance via Getty Images Boussoufa, Zhirkov, Eto'o, Diarra, Willian, Traoré, Samba og Jucilei hurfu allir á braut, líkt og rússnesku landsliðsmennirnir Igor Denisov (keyptur í júní 2013 og seldur í ágúst sama ár) og Aleksandr Kokorin (keyptur í júlí og seldur í águst 2013). Hiddink hætti sumarið 2013 og liðið féll um veturinn niður í næst efstu deild. Það komst beint aftur upp en liðið sem mætti til leiks í rússnesku úrvalsdeildinni tímabilið 2015 til 2016 var algjörlega óþekkjanlegt frá því sem sést hafði þremur árum fyrr. Kerimov átti félagið fram til ársins 2016 en tímabilið 2018 til 2019 féll það á ný og hefur verið í frjálsu falli síðan. Liðið er sem stendur í þriðju efstu deild og er gott sem gjaldþrota. Það hefur uppfyllir ekki kröfur rússneska knattspyrnusambandsins til að taka þátt í þriðju efstu deild á komandi leiktíð og verður því lagt niður. Eftir standa góðar minningar um eitt frábært tímabil undir Hiddink og stjörnuljóma Eto'o og Carlosar, en afleiðingin er niðurlagning félags eftir rúmlega 30 ára starfsemi þess. Arfleifð skammvinns ævintýris Anzhi undir Kerimov er lexía fyrir önnur nýrík félög. Það hefur verkað sem víti til varnaðar stórum félögum í eigu olíuríkja frá Miðausturlöndum sem hafa farið betur með að dansa á línu reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi.
Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira