„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 11:00 Af hliðarlínunni og í myndverið. Arnar Daði Arnarsson er genginn til liðs við Seinni bylgjuna. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira