„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu Vésteinn Örn Pétursson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 13. ágúst 2022 21:00 Eitt barnanna sem hefur ekki enn fengið leikskólapláss í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Kristín Tómasdóttir stóð fyrir mótmælum síðasta fimmtudag þar sem foreldrar ungra barna, sem ekki fá pláss á leikskóla í haust, mættu með börn sín upp í Ráðhús Reykjavíkur. Ætlunin var að sýna fram á það ástand sem skapast hefur hjá foreldrum, sem ekki geta unnið meðan börn þeirra komast ekki að á leikskóla. Krafan var aðgerðir, núna strax. Staðið hefur á svörum frá borginni. „Ég meira að segja sendi tölvupóst á alla borgarráðsfulltrúa að kvöldi eftir mótmælin. Það hefur enginn þeirra svarað mér. Þar óskaði ég bara eftir að fá að vita: Um hvað voruð þið að tala og hvaða aðgerðir eruð þið að ræða ykkar á milli?“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Svör við þessum spurningum geti eytt óvissu og kvíða hjá foreldrum. En þar sem lítið virðist hafa breyst hefur verið boðað til áframhaldandi mótmæla. Foreldrar mæta aftur upp í ráðhús næsta fimmtudag og setja upp svokallaðan hústökuleikskóla. Hugmyndin er að nýta plássið í ráðhúsinu, fyrst ekkert leikskólapláss er að fá, og sýna að með viljann að vopni sé ekki svo flókið að koma upp dagvistun í einhverri mynd. „Við mætum náttúrulega bara enn örvæntingarfyllri og örugglega fleiri, gerum bara það sem við getum, sem er að þrýsta meira á borgarráðsfulltrúana.“ Svörin um hvers vegna staðan sé eins og hún er séu ekki heldur foreldrum að skapi. Þau séu öll á eina leið: „Bara fjölþættur vandi. Ofboðslega flókinn, ofboðslega fjölþættur sem ofboðslega margir eru búnir að reyna að leysa. Og við eigum bara að sýna því þolinmæði og skilning.“ Á meðan sitji foreldrar heima með börn sín, með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er algjört ófremdarástand, þetta er algjört neyðarástand. Mér finnst þau taka því mjög léttvægt. Mér finnst við fá bara mjög kæruleysisleg svör.“ Ekki ljóst hvenær ástandið lagast Fréttamaður ræddi einnig við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hún gat ekki svarað því hvenær fengist lausn við plássskortinum en sagði Reykjavíkurborg vera að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og lengri tíma. Árelía Eydís segir að Reykjavíkurborg sé að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og til lengri tíma.Vísir „Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli. Við viljum að Reykjavíkurborg sé skipulögð í kringum börnin. Við ætlum að reyna að finna lausnir og hugsa eins og við getum út fyrir boxið en það tekur einhvern tíma. Nú eru allar hendur á dekki til að koma til móts við þá foreldra sem bíða í óvissu,“ sagði Árelía Eydís í samtali við fréttamann. Árelía sagðist vera þakklát þeim foreldrum sem væru að mótmæla stöðunni vegna þess að þau hjá Reykjavíkurborg vilji koma til móts við bæði þarfir atvinnulífsins og þarfir barnanna og þeirra fjölskyldna. Hins vegar gat hún ekki fyllilega svarað því hvað það tæki langan tíma að bæta úr ástandinu en sagði að það væri verið að vinna að því að búa til bæði skammtíma- og langtímalausnir. Þá sagði hún að til lengri tíma vildu þau laga kerfið „þannig að þetta sé ekki lengur þannig að fólk þurfi að takast á við þessa óvissa og viti ekki nákvæmlega hvenær það kemur barninu að.“ Nú séu þau hins vegar að vinna að skammtímalausnum til að koma til móts við þá foreldra sem bíða eftir plássum fyrir börn sín. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Kristín Tómasdóttir stóð fyrir mótmælum síðasta fimmtudag þar sem foreldrar ungra barna, sem ekki fá pláss á leikskóla í haust, mættu með börn sín upp í Ráðhús Reykjavíkur. Ætlunin var að sýna fram á það ástand sem skapast hefur hjá foreldrum, sem ekki geta unnið meðan börn þeirra komast ekki að á leikskóla. Krafan var aðgerðir, núna strax. Staðið hefur á svörum frá borginni. „Ég meira að segja sendi tölvupóst á alla borgarráðsfulltrúa að kvöldi eftir mótmælin. Það hefur enginn þeirra svarað mér. Þar óskaði ég bara eftir að fá að vita: Um hvað voruð þið að tala og hvaða aðgerðir eruð þið að ræða ykkar á milli?“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Svör við þessum spurningum geti eytt óvissu og kvíða hjá foreldrum. En þar sem lítið virðist hafa breyst hefur verið boðað til áframhaldandi mótmæla. Foreldrar mæta aftur upp í ráðhús næsta fimmtudag og setja upp svokallaðan hústökuleikskóla. Hugmyndin er að nýta plássið í ráðhúsinu, fyrst ekkert leikskólapláss er að fá, og sýna að með viljann að vopni sé ekki svo flókið að koma upp dagvistun í einhverri mynd. „Við mætum náttúrulega bara enn örvæntingarfyllri og örugglega fleiri, gerum bara það sem við getum, sem er að þrýsta meira á borgarráðsfulltrúana.“ Svörin um hvers vegna staðan sé eins og hún er séu ekki heldur foreldrum að skapi. Þau séu öll á eina leið: „Bara fjölþættur vandi. Ofboðslega flókinn, ofboðslega fjölþættur sem ofboðslega margir eru búnir að reyna að leysa. Og við eigum bara að sýna því þolinmæði og skilning.“ Á meðan sitji foreldrar heima með börn sín, með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er algjört ófremdarástand, þetta er algjört neyðarástand. Mér finnst þau taka því mjög léttvægt. Mér finnst við fá bara mjög kæruleysisleg svör.“ Ekki ljóst hvenær ástandið lagast Fréttamaður ræddi einnig við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hún gat ekki svarað því hvenær fengist lausn við plássskortinum en sagði Reykjavíkurborg vera að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og lengri tíma. Árelía Eydís segir að Reykjavíkurborg sé að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og til lengri tíma.Vísir „Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli. Við viljum að Reykjavíkurborg sé skipulögð í kringum börnin. Við ætlum að reyna að finna lausnir og hugsa eins og við getum út fyrir boxið en það tekur einhvern tíma. Nú eru allar hendur á dekki til að koma til móts við þá foreldra sem bíða í óvissu,“ sagði Árelía Eydís í samtali við fréttamann. Árelía sagðist vera þakklát þeim foreldrum sem væru að mótmæla stöðunni vegna þess að þau hjá Reykjavíkurborg vilji koma til móts við bæði þarfir atvinnulífsins og þarfir barnanna og þeirra fjölskyldna. Hins vegar gat hún ekki fyllilega svarað því hvað það tæki langan tíma að bæta úr ástandinu en sagði að það væri verið að vinna að því að búa til bæði skammtíma- og langtímalausnir. Þá sagði hún að til lengri tíma vildu þau laga kerfið „þannig að þetta sé ekki lengur þannig að fólk þurfi að takast á við þessa óvissa og viti ekki nákvæmlega hvenær það kemur barninu að.“ Nú séu þau hins vegar að vinna að skammtímalausnum til að koma til móts við þá foreldra sem bíða eftir plássum fyrir börn sín.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira