FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. ágúst 2022 07:01 Runólfur Ólafsson Formaður FÍB Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. „Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB. Rit sem sýnir þróun eldsneytisverðisían Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn. „Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB. „Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
„Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB. Rit sem sýnir þróun eldsneytisverðisían Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn. „Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB. „Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent