Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson á landsleik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta sem fram fór í Rotherham í Englandi eftir að farbanni hans lauk. Vísir/Vilhelm Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira