Glóandi bráð úr gosinu í fyrra kreistist úr gamla hrauninu vegna þrýstings frá því nýja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 20:29 Stórvarasamt getur verið að ganga á gamla hrauninu, ekki síst vegna áhrifa þrýstings frá nýja hrauninu. Vísir/Vilhelm Bráð úr hrauninu sem rann úr eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra hefur kreist út um hraunið vegna þunga nýja hraunsins sem rennur úr eldgosinu í Meradölum. Þessir kraftar gera það að verkum að enn varasamara getur verið að ganga á gamla hrauninu. Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32