Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 08:01 Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020. Getty/Juan Manuel Serrano Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. Arnar segir ljóst að sennilega hafi einhver gert mistök þegar fréttatilkynning KSÍ var gefin út í lok árs 2020, um að hann hefði skrifað undir samning til tveggja ára. Tilkynninguna má raunar, þegar þetta er skrifað, enn sjá á vef KSÍ og fjölmiðlar nýttu hana í öllum fréttaflutningi. Samt kom engin leiðrétting frá KSÍ. Skrifaði undir „1+2 samning“ Hvorki Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, né Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, hafa svarað spurningum Vísis um hverju þetta sæti. Tekið skal þó fram að Vanda var ekki formaður þegar Arnar var ráðinn. Klara svaraði því aðeins til að samningur Arnars gilti vissulega fram yfir undankeppni EM á næsta ári, til ársloka 2023, og væri auk þess með ákvæði um framlengingu fram yfir umspil eða lokakeppni EM 2024 ef Ísland kæmist þangað. Af hverju annað hefði verið tilkynnt, eins og sjá má hér að neðan, á sínum tíma vissi hún ekki. Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem landsliðsþjálfari í desember 2020 og samningur hans sagður til tveggja ára.Skjáskot/ksi.is „Þetta eru einhver mistök. Ég hef alla vega ekki skrifað undir nýjan samning eða neitt slíkt á þessum tíma,“ sagði Arnar við Vísi í gær. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, tók svo undir þetta í bréfi til blaðamanns og sagðist raunar hafa skrifað fréttina á vef KSÍ sjálfur á sínum tíma, eftir upplýsingum frá þáverandi formanni Guðna Bergssyni. Ljóst væri að „einhver misskilningur“ hefði verið varðandi lengd samningstíma. Uppsagnarákvæði var ekki nýtt „Ég skrifaði bara undir svokallaðan 1+2 samning, þar sem uppsagnarákvæði var í lok árs 2021,“ sagði Arnar, sem samhliða þjálfarastörfum hjá KSÍ hefur verið yfirmaður knattspyrnumála frá vorinu 2019. Þar sem þetta uppsagnarákvæði var hvorki nýtt af Arnari né KSÍ, í desember 2021, gildir samningur hans sem landsliðsþjálfari því í tvö ár til viðbótar frá þeim tíma. Sams konar uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars, var hins vegar nýtt í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsferð. Jóhannes Karl Guðjónsson var svo ráðinn í stað Eiðs. Vilji stjórn KSÍ skipta um aðalþjálfara landsliðsins, fyrir árslok 2023, þyrfti hún því að taka ákvörðun um að reka Arnar. Slíkt virðist ekki vera í spilunum. Þrátt fyrir það hefur árangurinn hingað til valdið flestum vonbrigðum. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar eru meiri líkur en minni á að Ísland endi neðst í riðlinum, og sleppi aðeins við fall í C-deild vegna þess að Rússland er í riðli Íslands og var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Það er engu að síður ljóst að Arnar nýtur stuðnings formanns. Vanda sagði við Vísi eftir landsleikjatörnina í júní að stjórnin hefði ekkert rætt um þann möguleika að skipta um þjálfara. Staða hans hefði ekkert breyst og að hún hefði séð framfarir í leik landsliðsins. Alls hefur Ísland leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum undir stjórn Arnars hafa komið gegn Liechtenstein. Engum dylst þó forsendubresturinn varðandi gjaldgenga leikmenn í landsliðið, frá því að Arnar var ráðinn. „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ sagði Vanda við Vísi eftir leikina í júní. Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni 27. september með útileik gegn Albaníu og mætir svo Sádi Arabíu í umdeildum vináttulandsleik 6. nóvember áður en liðið heldur til Litháen og spilar í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup. Næsta ár er mun stærra fyrir landsliðið en þá fer fram öll undankeppni EM. KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Arnar segir ljóst að sennilega hafi einhver gert mistök þegar fréttatilkynning KSÍ var gefin út í lok árs 2020, um að hann hefði skrifað undir samning til tveggja ára. Tilkynninguna má raunar, þegar þetta er skrifað, enn sjá á vef KSÍ og fjölmiðlar nýttu hana í öllum fréttaflutningi. Samt kom engin leiðrétting frá KSÍ. Skrifaði undir „1+2 samning“ Hvorki Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, né Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, hafa svarað spurningum Vísis um hverju þetta sæti. Tekið skal þó fram að Vanda var ekki formaður þegar Arnar var ráðinn. Klara svaraði því aðeins til að samningur Arnars gilti vissulega fram yfir undankeppni EM á næsta ári, til ársloka 2023, og væri auk þess með ákvæði um framlengingu fram yfir umspil eða lokakeppni EM 2024 ef Ísland kæmist þangað. Af hverju annað hefði verið tilkynnt, eins og sjá má hér að neðan, á sínum tíma vissi hún ekki. Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem landsliðsþjálfari í desember 2020 og samningur hans sagður til tveggja ára.Skjáskot/ksi.is „Þetta eru einhver mistök. Ég hef alla vega ekki skrifað undir nýjan samning eða neitt slíkt á þessum tíma,“ sagði Arnar við Vísi í gær. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, tók svo undir þetta í bréfi til blaðamanns og sagðist raunar hafa skrifað fréttina á vef KSÍ sjálfur á sínum tíma, eftir upplýsingum frá þáverandi formanni Guðna Bergssyni. Ljóst væri að „einhver misskilningur“ hefði verið varðandi lengd samningstíma. Uppsagnarákvæði var ekki nýtt „Ég skrifaði bara undir svokallaðan 1+2 samning, þar sem uppsagnarákvæði var í lok árs 2021,“ sagði Arnar, sem samhliða þjálfarastörfum hjá KSÍ hefur verið yfirmaður knattspyrnumála frá vorinu 2019. Þar sem þetta uppsagnarákvæði var hvorki nýtt af Arnari né KSÍ, í desember 2021, gildir samningur hans sem landsliðsþjálfari því í tvö ár til viðbótar frá þeim tíma. Sams konar uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars, var hins vegar nýtt í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsferð. Jóhannes Karl Guðjónsson var svo ráðinn í stað Eiðs. Vilji stjórn KSÍ skipta um aðalþjálfara landsliðsins, fyrir árslok 2023, þyrfti hún því að taka ákvörðun um að reka Arnar. Slíkt virðist ekki vera í spilunum. Þrátt fyrir það hefur árangurinn hingað til valdið flestum vonbrigðum. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar eru meiri líkur en minni á að Ísland endi neðst í riðlinum, og sleppi aðeins við fall í C-deild vegna þess að Rússland er í riðli Íslands og var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Það er engu að síður ljóst að Arnar nýtur stuðnings formanns. Vanda sagði við Vísi eftir landsleikjatörnina í júní að stjórnin hefði ekkert rætt um þann möguleika að skipta um þjálfara. Staða hans hefði ekkert breyst og að hún hefði séð framfarir í leik landsliðsins. Alls hefur Ísland leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum undir stjórn Arnars hafa komið gegn Liechtenstein. Engum dylst þó forsendubresturinn varðandi gjaldgenga leikmenn í landsliðið, frá því að Arnar var ráðinn. „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ sagði Vanda við Vísi eftir leikina í júní. Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni 27. september með útileik gegn Albaníu og mætir svo Sádi Arabíu í umdeildum vináttulandsleik 6. nóvember áður en liðið heldur til Litháen og spilar í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup. Næsta ár er mun stærra fyrir landsliðið en þá fer fram öll undankeppni EM.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira