Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 15:58 Allen Weisselberg fyrir utan dómshús New York-borgar í dag. AP/John Minchillo Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Meðal annars er hann dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta var skráð sem fríðindi í bókhald fyrirtækisins, svo Weisselberg þyrfti ekki að greiða launatengda skatta af því. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu. AP fréttaveitan segir að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi muni Weisselberg, sem er 75 ára gamall, ekki vera dæmdur til meira en fimm mánaða fangelsisvistar, sem hann mun afplána í Rikers Islandi fangelsinu í New York. Þá verður Weisselberg gert að greiða um tvær milljónir dala í sektir. Enn sem komið er, er Weisselberg sá eini sem hefur verið ákærður vegna rannsóknar saksóknara í New York á fyrirtæki Trumps. Lögmenn hans hafa haldið því fram að hann hefði verið ákærður til að refsa honum fyrir að neita að veita rannsakendum skaðlegar upplýsingar um Trump og fyrirtæki hans. Verið var að skoða það að ákæra Trump sjálfan en AP segir að sú rannsókn sé í nokkurs konar dvala eftir að nýr héraðssaksóknari tók við störfum fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin er þó formlega enn yfirstandandi. Trump stendur einnig frammi fyrir annarri rannsókn varðandi það hvort hann og fyrirtæki hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld varðandi raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Meðal annars er hann dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta var skráð sem fríðindi í bókhald fyrirtækisins, svo Weisselberg þyrfti ekki að greiða launatengda skatta af því. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu. AP fréttaveitan segir að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi muni Weisselberg, sem er 75 ára gamall, ekki vera dæmdur til meira en fimm mánaða fangelsisvistar, sem hann mun afplána í Rikers Islandi fangelsinu í New York. Þá verður Weisselberg gert að greiða um tvær milljónir dala í sektir. Enn sem komið er, er Weisselberg sá eini sem hefur verið ákærður vegna rannsóknar saksóknara í New York á fyrirtæki Trumps. Lögmenn hans hafa haldið því fram að hann hefði verið ákærður til að refsa honum fyrir að neita að veita rannsakendum skaðlegar upplýsingar um Trump og fyrirtæki hans. Verið var að skoða það að ákæra Trump sjálfan en AP segir að sú rannsókn sé í nokkurs konar dvala eftir að nýr héraðssaksóknari tók við störfum fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin er þó formlega enn yfirstandandi. Trump stendur einnig frammi fyrir annarri rannsókn varðandi það hvort hann og fyrirtæki hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld varðandi raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40