Ingvar Gíslason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 07:28 Ingvar Gíslason sat á þingi frá 1961 til 1987 og gegndi embætti menntamálaráðherra á árunum 1980 til 1983. Alþingi Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri. Greint er frá andláti Ingvars í Morgunblaðinu í morgun. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesinu á miðvikudaginn. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1961. Hann var þingmaður Norðurlands eystra og sat á þingi allt til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 en þá tók hann við embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ingvar lét svo af embætti menntamálaráðherra árið 1983. Ingvar gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Á vef Alþingis kemur fram að Ingvar hafi fæðst í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926 – sonur hjónanna Gísla Hjálmarssonar Kristjánssonar útgerðarmanns og Fannýjar Kristínar Ingvarsdóttur húsmóður. Ingvar útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og stundaði svo nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands og svo sagnfræði við Háskólann í Leeds áður en hann tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1956. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem blaðamaður, í fjármálaráðuneytinu, kennari, og dómarafulltúi. Kona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir sem lést árið 2005. Þau eignuðust fimm börn, þau Fannýju, Erling Pál, Gísla, Sigríði og Auði Ingu. Andlát Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Greint er frá andláti Ingvars í Morgunblaðinu í morgun. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesinu á miðvikudaginn. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1961. Hann var þingmaður Norðurlands eystra og sat á þingi allt til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 en þá tók hann við embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ingvar lét svo af embætti menntamálaráðherra árið 1983. Ingvar gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Á vef Alþingis kemur fram að Ingvar hafi fæðst í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926 – sonur hjónanna Gísla Hjálmarssonar Kristjánssonar útgerðarmanns og Fannýjar Kristínar Ingvarsdóttur húsmóður. Ingvar útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og stundaði svo nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands og svo sagnfræði við Háskólann í Leeds áður en hann tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1956. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem blaðamaður, í fjármálaráðuneytinu, kennari, og dómarafulltúi. Kona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir sem lést árið 2005. Þau eignuðust fimm börn, þau Fannýju, Erling Pál, Gísla, Sigríði og Auði Ingu.
Andlát Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira