Léttum á læknunum Gunnlaugur Már Briem skrifar 19. ágúst 2022 10:01 Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun