Mútuhneyksli tengt ÓL 2020 geti haft skaðleg áhrif Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:30 Yasuhiro Yamashita (t.v.) óttast áhrif hneykslisins. Tomohiro Ohsumi/Getty Images Japanskir embættismenn óttast áhrifin sem mútuhneyksli tengt Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í fyrra hafi á umsókn landsins um að halda Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra í Sapporo árið 2030. Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er. Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er.
Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira