„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 21:48 Óskar hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn á Fram í dag Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. „Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15