KSÍ auglýsir loks eftir manni í stað Arnars Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:08 Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt tveimur stórum störfum fyrir KSÍ síðustu misseri. vísir/vilhelm Nú þegar tuttugu mánuðir hafa liðið þar sem Arnar Þór Viðarsson hefur verið bæði þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ hefur síðarnefnda starfið verið auglýst laust til umsóknar. Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira